Til baka
Einar Óskar

Cyan kynnt til sögunnar!

Við erum gríðarlega stolt af því að tilkynna að AT Hýsing hefur fengið nýtt nafn og hressilega andlitslyftingu. Ekki örvænta þó, allt er þetta byggt á sama gamla góða grunninum.

Meginástæða nafnabreytingar er útvíkkun starfseminnar og áherslubreytingar sem endurspeglast í betri þjónustu og lausnum sem kynntar verða nánar á komandi vikum og mánuðum.

Cyan ehf. er og verður fyrirtæki sem þjónustar notendavænar veflausnir og rekur öruggt hýsingarumhverfi fyrir alla nýja og núverandi viðskiptavini.

Skoðaðu vöruúrvalið á forsíðunni okkar og hafðu samband ef þú ert með einhverjar spurningar. Við svörum öllum fyrirspurnum innan sólahrings og erum alltaf með eyrað við símann.

Við erum spennt fyrir því sem framundan er hjá okkur öllum og hlökkum til að eiga frekara samstarf við þig í framtíðinni.


 Það er svo alltaf til gott kaffi og súkkulaði í Guðrúnartúni 8 ef þið hafið einhverjar frekari spurningar um Cyan, vörurnar okkar, lífið eða tilveruna.