Þjónustan

Cyan þjónustar áreiðanlegar og notendavænar veflausnir fyrir alla


Notendavænar lausnir

Við þróum ekki lausnir fyrir sérfræðinga. Við erum sérfræðingar með úrræði fyrir fólk.

Skemmtilegt samstarf

Við gætum þess að allir njóti persónulegrar þjónustu, fái lausn við sitt hæfi og rosalega gott kaffi.

Allt á einum stað

Við búum bæði yfir þekkingu og tækni til þess að halda utan um allan pakkann fyrir þig.

Vörurnar

Cyan þjónustar eftirfarandi vörur

Bravo vefir

Bravo vefirnir eru nýjar og skemmtilegar lausnir frá Cyan.

Markmið okkar er að búa til fallegar vefsíður fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á góðum verðum. Vefsíðurnar eru hannaðar með öll handtæki í huga, stílhreinar og notendavænar.

Cyan býður upp á nokkur margbreytileg útlit og vinnur náið með viðskiptavinum sínum frá hugmyndavinnu að fullbúinni vefsíðu. Ekki hika við að hafa samband og finnum saman útlit sem hentar þér eða þínum rekstri.

Hafa samband

Disill

Vefumsjónarkerfið Disill hefur alla þá kosti sem gott vefumsjónarkerfi ætti að hafa. Hægt er á einfaldan máta að sýsla með allt efni vefsins, bæta við og breyta síðum.

Disill styður sértaklega vel við helstu aðferðafræði gagnvart leitarvélum sbr. Google og hefur kerfið verið í stanslausri þróun í 15 ár. Ekkert stofngjald er fyrir kerfið heldur er greitt mánaðargjald í formi kerfisleigu skv. verðskrá.

Við erum spennt fyrir fyrirhugaðri útgáfu Dísils 5 sem mun gjörbreyta vinnubrögðum fólks og fyrirtækja við að breyta og bæta vefina sína sjálf.

Hafa samband

Workforce

Workforce er byltingarkennt tímaskráningar og viðverukerfi sem veitir heildarlausn fyrir fyrirtæki sem vilja halda nákvæmlega utan um tímaskráningar, verkefnastjórnun og viðveru starfsmanna.

Kerfið nær yfir öll stig verkferla og gerir rekstur fyrirtækisins mun skilvirkari. Reynslan sýnir að notkun á Workforce hefur skilað sér í auknum afköstum starfsmanna og betri sýn á daglegan rekstur. Það á jafnt við um almenna starfsmenn, verkstjóra eða aðra yfirmenn.

Workforce hefur þegar verið tekið upp hjá nokkrum stórum fyrirtækjum með stórgóðum árangri og mun koma út í fullbúinni útgáfu á haustdögum 2013 veflægt og fyrir bæði iPhone og Android snjalltæki.

Hafa samband

AT hýsing

Cyan heldur utan um rekstur hýsingarumhverfis fyrir vefsíður og póstmiðlara ásamt því að sjá um þróun og utanumhald á vefhugbúnaði.

Í öllum okkar rekstri er mikilvægt að viðskiptavinurinn fái allt sem hann þarf á einum stað. Stór hluti af því er að halda utan um vefi og allar aðrar lausnir í vottuðum vélasölum, með öruggum afritunum og ekki síður að geta stutt við viðskiptavinina með framúrskarandi þekkingu á sviði hýsingar og kerfisstjórnar.

Ekki hika við að senda okkur verkbeiðni eða fyrirspurnir tengdum kerfisrekstri og við svörum um hæl.

Hafa samband

Um okkur

Einföldu atriðin skipta oft mestu máli


Góð samskipti

Persónuleg þjónusta skilar sér í ánægðum viðskiptavinum og hjálpar okkur fram úr á morgnana.

Notendavænar lausnir

Við hugsum stórt en höfum það einfalt. Allar okkar lausnir snúast um notagildi og upplifun.

Nýjungar

Það er ekki hægt að framreiða flottar lausnir án þess að bjóða upp á ferskasta hráefnið.

Almennileg verð

Sérsniðnar lausnir geta verið dýrar og tímafrekar. Okkar verð eru einföld og einfaldlega góð.

Fallegar vefsíður

Okkur munar um að veita góða ráðgjöf um efnisframsetningu og notendaupplifun á vefnum.

Lífið

Við skulum ekki flækja hlutina. Kíktu á okkur í kaffi og gerum eitthvað skemmtilegt saman!

Bloggið

Við höfum alltaf eitthvað skemmtilegt að segja...

Nokkur lykilatriði fyrir fyrirtæki á vefnum

Það eru fjölmörg atriði sem þarf að hafa í huga þegar þú býrð fyrirtækinu þínu góðan og aðgengilegan vef. Við höfum tekið saman nokkur lykilatriði sem gott er að hafa í huga áður en lagt er í þetta skemmtilega en krefjandi verkefni.

Lesa nánar

Cyan kynnt til sögunnar!

Við erum gríðarlega stolt af því að tilkynna að gamla AT Hýsing hefur fengið nýtt nafn og hressilega andlitslyftingu. Meginástæða nafnabreytingar er útvíkkun starfseminnar og áherslubreytingar sem endurspeglast í betri þjónustu og lausnum...

Lesa nánar

Hafðu samband

Við erum við símann

Heyrðu í okkur

opið 9-17

520 8100

Eða sendu okkur línu